Hesteyri.                

Hesteyri.is er vefsvæði sem er í eigu Félags landeigenda á  Hesteyri

  Myndir:

  Hesteyrarfjara

  Komid ad fannadalslægðum

  Formaðurinn fer með guðsorð

  Altarisganga

  Kaffiveitingar að Stað

  Komið í tjaldstað

  Tjaldstæðið Sæbóli

  Grillað í tjaldstað

  Lagið tekið í kvöldsólinni

  Straumnesið

  Straumnesið

  Sólfarir

  Sungið í miðnætursólinni

  Séð yfir djúp

  Komið til baka til Hesteyrar

  Hitastig

  Kort af gönguleið

  Til baka

Hesteyri-Aðalvík.

 Sumarið 2004 í júlí fórum ég og kona mín Ingibjörg ásamt Gunnari Þórðarsyni úr Flótavík og konu hans Kristínu Hálfdánardóttur í Messuferð til Aðalvíkur. Farið var á bát frá Ísafirði til Hesteyrar og gist þar eina nótt. Síðan var gengið sem leið liggur  frá Hesteyri um Sléttuheiði til Aðalvíkur að kirkjunni að Stað í Staðardal.

Þetta er um 13 km leið. Ferðin tók rúmar 3 klst. með smá stoppum á leiðinni.

Gengið var frá Hesteyri út fjöruna út á Hesteyrareyrar. Þaðan er gengnið upp það sem kallað er "Gata" upp í Dalabrekku og þaðan yfir að Sléttuvatni. Upp "Götu" er greinilegur stígur og nokkuð auðfarið þó bratt sé á stundum. Efst á þessari leið er fallegt útsýni inn alla firði allt til Drangajökuls þar sem hann kemur niður í Leirufjörð.  Farið er vestan Sléttuvatns og yfir Sléttuá svolítinn spöl  neðan við vatnið. Sléttuheiði tekur þar við sem yfir ána er komið og er flótlega komið á greiðfæran göngustíg allt til Fannadalslægða. Af Sléttuheiði er fallegt útsýni yfir djúp og út Staðardal að Sæbóli (Staðardalur). Farið er niður í Staðardal þar sem Fannadalur (Fannadalslægðir) heitir en dalurinn dregur nafn sitt af því að yfirleitt er þar snjór allt árið. Þegar niður í dalinn er komið er gengið beint út að prestsetrinu að Stað. Þar er nú Staðarkirkja og bústaður prestsins. Þessi hús eru nú í umsjón Áttahagafélaga Slétturhreppinga. Húsunum er vel við haldið og er kirkjan notuð á hverju ári til einhverra athafna svo sem ferminga og skírna. .   Kort af gönguleið

Elías Oddsson

 

 

 

  

 

 

 

 

 

Umhverfisstofnun

Gisting

Ísafjörður

Sjóferðir H og K

Veðurfréttir

Veitingar

Vesturferðir

Flóðatafla

 

 

 

 

Hesteyri.is - Elías Oddsson